Páskafrí og starfsdagar

Kæru frábæru foreldrar
Ég vil fyrir hönd starfsmanna á Teigaseli óska ykkur gleðilegra páska og vona að þið hafið það sem allra best um páskana.

Við opnum svo aftur eftir páska 18. apríl hress og kát.

Ég vil minna foreldra á lokun í apríl vegna Brighton ferðar starfmanna sem við förum 19-23. apríl.

  • Miðvikudaginn 19. apríl er ferðadagurinn okkar til Brighton.
  • Fimmtudaginn 20. apríl er sumardagurinn fyrsti en þann dag munum við fara á námskeið um fjölmenningu hjá Martin Pace í Reflection School í Worthing.
  • Föstudaginn 22. apríl munum við sækja námskeið í Storytelling sem er námsaðferð í að lesa með leikrænum hætti.

Kær kveðja

Margrét Þóra Jónsdóttir

Leikskólasjóri

 

Sumarstarf og sumarfrí barna

Sumarstarf og sumarfrí barna 2017 

Skóla- og frístundaráð hefur tekið ákvörðun um að í sumar loki allir leikskólar á Akranesi í þrjár vikur frá og með 17 júli og opni aftur þriðjudaginn 8.ágúst.

Eftir sem áður er minnt á að samkvæmt verklagsreglum skuli öll börn taka 4 vikna samfellt sumarfrí. Ef foreldrar velja að taka börnin í 5 vikur samfellt frí þá fellur einnig niður leikskólagjaldið fyrir þá viku.

Skráningarblað vegna sumarleyfa barna verður afhent í dag og við viljum biðja foreldra að skila því aftur til okkar sem fyrst eða í allra síðasta lagi mánudaginn 3. apríl. Skráningin vegna sumarleyfa er bindandi þar sem mönnun skólans tekur mið af sumarleyfum barnanna.

Gjöf til leikskólans

Sindri Dagur Garðarsson f. 28. febrúar 1997 – d. 24. júní 2011. Var nemandi hér við Teigasel frá 2 ára aldri þar til hann útskrifaðist og fór í Brekkubæjarskóla árið 2003. Í tilefni af því að Sindri Dagur hefði orðið 20 ára í dag færðu foreldrar hans þau Guðleif og Garðar okkur hér í Teigaseli veglega peningagjöf sem nýtast mun vel í sérkennslu leikskólans. Við færum þeim okkar bestu þakkir og minnumst um leið Sindra Dags með hlýju.