Aðlögun

Aðlögun er nú í fullum gangi hjá okkur hér í Teigaseli og lýkur henni nú í lok ágúst. Í sumar eru að byrja hjá okkur 23 nýjir nemendur, 21 í árgangi 2014 sem eru að byrja á Teigakoti og 2 ný í árgangi 2011 sem byrjuðu á Háteig í sumar. Við bjóðum ný börn og foreldra hjartanlega velkomin til okkar í Teigasel.

Hér í Teigaseli er notast við þátttökuaðlögun. Foreldrarnir eru með börnunum í leik og starfi í þrjá daga og kynnast á þeim tíma starfinu okkar, starfsfólki og öðrum börnum vel. Markmiðið með þátttökuaðlögun er að foreldrar yfirfæri eigin öryggskennd yfir á börnin sín, öruggir foreldrar = örugg börn.

DSCN2244

 

 

 

 

Opnun eftir sumarfrí

Við opnum að nýju eftir sumarfrí á morgun, mánudaginn 8. ágúst kl.7.30. Í vikunni fara fram flutningar á milli deilda en börnin mæta á morgun á þá deild sem þau voru á fyrir sumarfrí. Deildastjórar munu síðan tilkynna hvenær í vikunni þau börn sem flytja á milli deilda fara yfir á nýja deild.

Aðlögun nýrra barna hefst síðan þann 15. ágúst nk. og síðan aftur þann 22. ágúst. Líkt og síðustu ár verður þátttökuaðlögun hér á Teigaseli þar sem foreldrar eru virkir þátttakendur í aðlögun sinna barna 🙂

Í sumarfríinu hafa farið fram einhverjar endurbætur á bakgarðinum okkar þar sem í stað malarsvæðisins eru nú komnar gúmmíhellur í kringum kastalann og róluna. Það á eftir að verða frábært að hlaupa og velta sér þarna um 🙂

Við hlökkum til að sjá ykkur hress og kát eftir yndislegt sumar.

kids_playing