Opið á morgun!

Við minnum á að leikskólinn verður opinn á morgun föstudaginn 9. september. Í samráði við foreldraráð leikskólans óskuðu við eftir við skóla- og frístundaráðs að færa skipulagsdaginn sem átti að vera á morgun fram til 19. apríl 2017 vegna námsferðar starfsfólks sem farin verður frá 19-23. apríl 2017, og var það samþykkt.

Einnig mun skipulagsdagur sem átti að vera 20. febrúar 2017 færast fram til 21. apríl 2017. Næsti skipulagsdagur verður þriðjudaginn 15. nóvember 2016 og verður leikskólinn þá lokaður. Við bendum foreldrum á að kynna sér viðburðardagatal hér á heimsíðu leikskólans http://teigasel.is/um-skolann/vidburdadagatol/ en þar koma fram hvaða dagar eru lokaðir og einnig aðrir áhugaverðir dagar í skólahaldinu.

Afmæli

Í dag höldum við upp á 18 ára afmæli Teigasels.

Af því tilefni verður andlitsmálning í boði fyrir þau börn sem vilja. Um kl.9.45 safnast síðan allar deildir saman í garðinum þar sem sunginn verður afmælissöngur, og við munum flagga áður en haldið verður af stað í litla skrúðgöngu um miðbæinn. Í hádeginu verður boðið upp á dýrindis pizzu að hætti Möggu og Kristbjargar eldhúsmeistara 🙂

Royalty-free clipart picture of a bunch of floating party balloons with confetti at a party.

 

 

Aðlögun

Aðlögun er nú í fullum gangi hjá okkur hér í Teigaseli og lýkur henni nú í lok ágúst. Í sumar eru að byrja hjá okkur 23 nýjir nemendur, 21 í árgangi 2014 sem eru að byrja á Teigakoti og 2 ný í árgangi 2011 sem byrjuðu á Háteig í sumar. Við bjóðum ný börn og foreldra hjartanlega velkomin til okkar í Teigasel.

Hér í Teigaseli er notast við þátttökuaðlögun. Foreldrarnir eru með börnunum í leik og starfi í þrjá daga og kynnast á þeim tíma starfinu okkar, starfsfólki og öðrum börnum vel. Markmiðið með þátttökuaðlögun er að foreldrar yfirfæri eigin öryggskennd yfir á börnin sín, öruggir foreldrar = örugg börn.

DSCN2244