Bókakoffort eru komin í hús!

Bókakoffortin eru komin aftur!

Við erum með bækur fyrir yngri börnin 2-4 ára sem er staðsett í forstofu Teigakots og annað fyrir þau eldri 3-6 ára sem er staðsett á Háteig.
Í Háteigskoffortinu eru nokkrar bækur á spænsku og pólsku, endilega kíkið á þær, þær eru fyrir 2-6 ára börn J

 

Við minnum einnig á að mikilvægt er að skrá nafn barn og bókar þegar þið fáið lánaða bók og merkja við þegar þið skilið.

 

Útlánsreglur eru einfaldar:

  • Hvert barn má hafa tvær bækur heima í einu.
  • Útlánsími er mest ein vika.
  • Þegar bók er fengin að láni á að skrifa útlánsdag, nafn barns og bókatitil í stílabókina sem staðsett er við koffortið.
  • Þegar bókinni er skilað aftur skal strikað yfir nafn barnsins.

 

Hækkun á krakkasjóði!

Tilkynning:

Kæru foreldrar á fundi foreldrafélagsins sem var haldinn 15. September 2016 var ákveðið að hækka Krakkasjóðinn um 1.000 krónur og verður hann framvegis 4.000 krónur. Tekið skal fram að krakkasjóðurinn hefur ekki verið hækkaður í mörg ár. Það sem allt hefur hækkað í samfélaginu þá er þörf fyrir því að hækka sjóðinn svo að hægt sé að standa straum af þeim verkefnum sem foreldrafélagið hefur sett sér í starfsáætlun. Sjóðurinn sendur straum af ýmsum verkefnum sem má sjá á starfsáætlun heimasíðu Teigasels http://teigasel.is/foreldrar/foreldrafelag/starfsaaetlun/ Hvert heimili borgar eitt gjald. Núna á næstu dögum mun birtast í heimabanka kvittun frá foreldrafélaginu og viljum við biðja foreldra að borga hann sem fyrst. Vonum við að allir taki vel í þetta.

Foreldrafélag Teigasels

kids_playing

Opið á morgun!

Við minnum á að leikskólinn verður opinn á morgun föstudaginn 9. september. Í samráði við foreldraráð leikskólans óskuðu við eftir við skóla- og frístundaráðs að færa skipulagsdaginn sem átti að vera á morgun fram til 19. apríl 2017 vegna námsferðar starfsfólks sem farin verður frá 19-23. apríl 2017, og var það samþykkt.

Einnig mun skipulagsdagur sem átti að vera 20. febrúar 2017 færast fram til 21. apríl 2017. Næsti skipulagsdagur verður þriðjudaginn 15. nóvember 2016 og verður leikskólinn þá lokaður. Við bendum foreldrum á að kynna sér viðburðardagatal hér á heimsíðu leikskólans http://teigasel.is/um-skolann/vidburdadagatol/ en þar koma fram hvaða dagar eru lokaðir og einnig aðrir áhugaverðir dagar í skólahaldinu.