Framúrskarandi kennari

Í dag fékk Sigga Ása afhenda viðurkenningu sem framúrskarandi kennari. Hún var ein af tæplega eitt þúsund kennurum sem var tilnefnd í Hafðu Áhrif (http://www.hafduahrif.is/) átaki hjá Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og var hún ein af fimm sem fékk þessa viðurkenningu. Sigga Ása er vel að þessum heiðri kominn og erum við hér í Teigaseli afar stolt af því að hafa hana hjá okkur í starfsmannahópnum. Við óskum henni innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.

Nýr leikskólakennari ráðinn

Arna Arnórsdóttir leikskólakennari hefur verið ráðinn til okkar. Arna mun hefja störf eftir sumarlokun þann 13. ágúst. Hún hefur síðastliðinn ár starfað á Vallarseli en Arna hefur áratuga reynslu af vinnu í leikskóla, bæði sem leikskólakennari, deildastjóri en einnig sem aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri.

Við bjóðum Örnu hjartanlega velkomna í starfsmannahópinn okkar og hlökkum til að fá hana til okkar í ágúst.