Sumarstarf og sumarfrí barna

Sumarstarf og sumarfrí barna 2017 

Skóla- og frístundaráð hefur tekið ákvörðun um að í sumar loki allir leikskólar á Akranesi í þrjár vikur frá og með 17 júli og opni aftur þriðjudaginn 8.ágúst.

Eftir sem áður er minnt á að samkvæmt verklagsreglum skuli öll börn taka 4 vikna samfellt sumarfrí. Ef foreldrar velja að taka börnin í 5 vikur samfellt frí þá fellur einnig niður leikskólagjaldið fyrir þá viku.

Skráningarblað vegna sumarleyfa barna verður afhent í dag og við viljum biðja foreldra að skila því aftur til okkar sem fyrst eða í allra síðasta lagi mánudaginn 3. apríl. Skráningin vegna sumarleyfa er bindandi þar sem mönnun skólans tekur mið af sumarleyfum barnanna.

Gjöf til leikskólans

Sindri Dagur Garðarsson f. 28. febrúar 1997 – d. 24. júní 2011. Var nemandi hér við Teigasel frá 2 ára aldri þar til hann útskrifaðist og fór í Brekkubæjarskóla árið 2003. Í tilefni af því að Sindri Dagur hefði orðið 20 ára í dag færðu foreldrar hans þau Guðleif og Garðar okkur hér í Teigaseli veglega peningagjöf sem nýtast mun vel í sérkennslu leikskólans. Við færum þeim okkar bestu þakkir og minnumst um leið Sindra Dags með hlýju.

 

Bókakoffort eru komin í hús!

Bókakoffortin eru komin aftur!

Við erum með bækur fyrir yngri börnin 2-4 ára sem er staðsett í forstofu Teigakots og annað fyrir þau eldri 3-6 ára sem er staðsett á Háteig.
Í Háteigskoffortinu eru nokkrar bækur á spænsku og pólsku, endilega kíkið á þær, þær eru fyrir 2-6 ára börn J

 

Við minnum einnig á að mikilvægt er að skrá nafn barn og bókar þegar þið fáið lánaða bók og merkja við þegar þið skilið.

 

Útlánsreglur eru einfaldar:

  • Hvert barn má hafa tvær bækur heima í einu.
  • Útlánsími er mest ein vika.
  • Þegar bók er fengin að láni á að skrifa útlánsdag, nafn barns og bókatitil í stílabókina sem staðsett er við koffortið.
  • Þegar bókinni er skilað aftur skal strikað yfir nafn barnsins.