Laus störf í leikskólanum Teigaseli

Leikskólinn Teigasel er þriggja deilda leikskóli með 74 börn, hóp af metnaðarfullu starfsfólki og heillandi barnahóp þar sem ríkir góður vinnuandi. Við leggjum áherslu á vinnu með stærðfræði, snemmtæka íhlutun í málörvun og opinn efnivið. Einkunnarorð leikskólans eru gleði, eining og virðing. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:

Störf leikskólakennara

Lausar eru tvær 100% stöður leikskólakennara með möguleika á fastráðningu og ein tímabundin 100% staða leikskólakennara frá 8. ágúst 2017 til og með 29. júní 2018. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara að uppeldi og menntun leikskólabarna
 • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs undir stjórn deildastjóra

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg 
 • Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni í samskiptum 
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð 
 • Stundvísi og góð íslenskukunnátta

Starf starfsmanns 100% á deild, með möguleika á fastráðningu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af uppeldis og kennslustörfum
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði í starfi
 • Jákvæðni og áhugasemi
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Stundvísi
 • Góð íslenskukunnátta 

Hér er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí n.k. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélögum. Vakinn er athygli á að störfin henta jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólastjóri í tölvupósti á netfangið margret.thora.jonsdottir@teigasel.is eða í sími 433-1280.