Starfsafmæli – þakkir

Hér í Teigarseli starfar fríður hópur kvenna sem hafa margar langan starfsaldur að baki. Í ár var ákveðið að færa því starfsfólki þakkir fyrir vel unnin störf og var þeim afhent smá gjöf og þakkarskjal á síðasta starfsmannafundi. Ætlunin er að heiðra þá starfsmenn sem eiga starfsafmæli sem ber upp á heilan tug hverju sinni.

Þar sem að um fyrsta árið er að ræða sem þetta hefur verið gert hjá okkur var ákveðið að heiðra alla þá sem hafa unnið lengur en í 10 ár. Þetta árið voru það eftirfarandi starfsmenn hjá okkur;

Margrét Sigurðardóttir Matráður, það eru 19 ár síðan hún hóf störf hjá okkur,

Kristín Mjöll Guðjónsdóttir Deildastjóri á Háteig, það eru 19 ár síðan hún hóf störf hjá okkur,

Sigríður Ása Bjarnadóttir Deildastjóri á Teigakoti, það eru 19 ár síðan hún hóf störf hjá okkur, 

Svanborg Bergmannsdóttir, það eru 18 ár síðan hún hóf störf hjá okkur, 

Þórdís Árný Örnólfsdóttir Deildastjóri á Miðteig, það eru 12 ár síðan hún hóf störf hjá okkur, 

Valdís Sigurðardóttir Aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri, það eru 10 ár síðan hún hóf störf hjá okkur,

Rannveig Lárusdóttir Leiðbeinandi á Teigakoti, það eru 10 ár síðan hún hóf störf hjá okkur.

Með öflugum starfsmannahóp byggjum við upp góðan leikskóla. Þessir sjö starfsmenn hafa verið hjá okkur í fjölda ára, þær ásamt öðru starfsfólki leikskólans gera þann kjarna sem Teigasel er í dag. Við þökkum þeim kærlega fyrir vel unnin störf og hlökkum til að eiga fleiri svona daga með þeim síðar og öllum öðrum sem hér starfa einnig.