Skipulagsdagur 15. september

Á morgun 15. september verður lokað hjá okkur í Teigaseli vegna skipulagsdags starfsmanna.

Dagurinn verður notaður í að deildarnar munu undirbúa vetrastarfið í þaula. Eftir hádegi verður sameiginlegur fundur Teigasels, Vallarsels og Garðasels þar sem starfsfólk leikskólanna fær kynningu á þróunarverkefni um læsi sem allir leikskólarnir fjórir fengu styrk frá Akraneskaupstað til að vinna sameiginlega að. Einnig mun Bergrós Ólafsdóttir talmeinafræðingur vera með fyrirlestur sem fjallar um „Lestur fyrir börn“. Fyrirlesturinn er gott upphafsinnlegg inn í læsisverkefni leikskólanna þar sem lestur fyrir börn er afar mikilvægur til að efla málþroska barna.