Bókakoffort

Bókakoffortin eru komin aftur!

Við erum með bækur fyrir yngri börnin 2-4 ára sem er staðsett í fataherbergi Teigakots og annað fyrir þau eldri 3-6 ára sem er staðsett á Háteig.
Í Háteigskoffortinu eru nokkrar bækur á spænsku og pólsku, endilega kíkið á þær, þær eru fyrir 2-6 ára börn 🙂

Við minnum einnig á að mikilvægt er að skrá nafn barns og bókar þegar þið fáið lánaða bók og merkja við þegar þið skilið.

Útlánsreglur eru einfaldar:

  • Hvert barn má hafa tvær bækur heima í einu.
  • Útlánsími er mest ein vika.
  • Þegar bók er fengin að láni á að skrifa útlánsdag, nafn barns og bókatitil í stílabókina sem staðsett er við koffortið.
  • Þegar bókinni er skilað aftur skal strikað yfir nafn barnsins.