Sumarlokun

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar síðastliðinn tillögu skóla- og frístundaráðs um sumarleyfi leikskóla Akraneskaupstaðar næstkomandi sumar. Samþykkt var að þeir loki í fjórar vikur og mun tímasetning ráðast af könnun sem hver og einn leikskóli mun gera meðal foreldra. Hvert barn þarf að taka fjórar vikur samfellt í sumarleyfi ár hvert samkvæmt verklagsreglum um leikskóla Akraneskaupstaðar.

Niðurstaða könnunar sem gerð var hér í Teigaseli á meðal foreldrar þá mun leikskólinn loka frá og með 16. júlí 2018 til og með 10. ágúst 2018. Við opnum aftur eftir sumarfrí mánudaginn 13. ágúst.