Framúrskarandi kennari

Í dag fékk Sigga Ása afhenda viðurkenningu sem framúrskarandi kennari. Hún var ein af tæplega eitt þúsund kennurum sem var tilnefnd í Hafðu Áhrif (http://www.hafduahrif.is/) átaki hjá Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og var hún ein af fimm sem fékk þessa viðurkenningu. Sigga Ása er vel að þessum heiðri kominn og erum við hér í Teigaseli afar stolt af því að hafa hana hjá okkur í starfsmannahópnum. Við óskum henni innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.