Laus störf í leikskólanum Teigaseli

Leikskólinn Teigasel er þriggja deilda leikskóli með 74 börn, hóp af metnaðarfullu starfsfólki og heillandi barnahóp þar sem ríkir góður vinnuandi. Við leggjum áherslu á vinnu með stærðfræði, snemmtæka íhlutun í málörvun og opinn efnivið. Einkunnarorð leikskólans eru gleði, eining og virðing. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:

Störf leikskólakennara

Lausar eru tvær 100% stöður leikskólakennara með möguleika á fastráðningu og ein tímabundin 100% staða leikskólakennara frá 8. ágúst 2017 til og með 29. júní 2018. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara að uppeldi og menntun leikskólabarna
 • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs undir stjórn deildastjóra

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg 
 • Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni í samskiptum 
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð 
 • Stundvísi og góð íslenskukunnátta

Starf starfsmanns 100% á deild, með möguleika á fastráðningu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af uppeldis og kennslustörfum
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði í starfi
 • Jákvæðni og áhugasemi
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Stundvísi
 • Góð íslenskukunnátta 

Hér er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí n.k. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélögum. Vakinn er athygli á að störfin henta jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólastjóri í tölvupósti á netfangið margret.thora.jonsdottir@teigasel.is eða í sími 433-1280.

Páskafrí og starfsdagar

Kæru frábæru foreldrar
Ég vil fyrir hönd starfsmanna á Teigaseli óska ykkur gleðilegra páska og vona að þið hafið það sem allra best um páskana.

Við opnum svo aftur eftir páska 18. apríl hress og kát.

Ég vil minna foreldra á lokun í apríl vegna Brighton ferðar starfmanna sem við förum 19-23. apríl.

 • Miðvikudaginn 19. apríl er ferðadagurinn okkar til Brighton.
 • Fimmtudaginn 20. apríl er sumardagurinn fyrsti en þann dag munum við fara á námskeið um fjölmenningu hjá Martin Pace í Reflection School í Worthing.
 • Föstudaginn 22. apríl munum við sækja námskeið í Storytelling sem er námsaðferð í að lesa með leikrænum hætti.

Kær kveðja

Margrét Þóra Jónsdóttir

Leikskólastjóri

 

Bókakoffort eru komin í hús!

Bókakoffortin eru komin aftur!

Við erum með bækur fyrir yngri börnin 2-4 ára sem er staðsett í forstofu Teigakots og annað fyrir þau eldri 3-6 ára sem er staðsett á Háteig.
Í Háteigskoffortinu eru nokkrar bækur á spænsku og pólsku, endilega kíkið á þær, þær eru fyrir 2-6 ára börn J

 

Við minnum einnig á að mikilvægt er að skrá nafn barn og bókar þegar þið fáið lánaða bók og merkja við þegar þið skilið.

 

Útlánsreglur eru einfaldar:

 • Hvert barn má hafa tvær bækur heima í einu.
 • Útlánsími er mest ein vika.
 • Þegar bók er fengin að láni á að skrifa útlánsdag, nafn barns og bókatitil í stílabókina sem staðsett er við koffortið.
 • Þegar bókinni er skilað aftur skal strikað yfir nafn barnsins.