Útskriftarferð og útskriftarveisla

Elstu börnin fóru í útskriftarferð í Skorradalinn 19. maí og gistu í eina nótt. Þau fóru í ratleik, léku sér í læknum og brölluðu margt skemmtilegt. Krakkarnir fengu sundgleraugu í verðlaun í ratleiknum í boði Íslandsbanka.
Formleg útskrift var svo í sal Brekkubæjarskóla fimmtudaginn 26. maí við hátíðlega athöfn. Börnin sýndu söng og dans-atriði og fengu viðurkenningarskjal. Á eftir var kaffihlaðborð í boði foreldra.

P1070923 P1110126 IMG_1650 DSCN1510 103 48