Brúum bilið

 

 

Brúum bilið er samstarf elstu barna í leikskólum við grunnskólana.

Á haustin eru skólastjóraheimsóknir þar sem börnin skoða báða grunnskólana.

Samstarf er milli Teigasels og Brekkubæjarskóla og eru gagnkvæmar heimsóknir í gangi yfir veturinn. Hvert barn fer að minnsta kosti fjórum sinnum yfir veturinn í heimsókn í skólann, tvisvar á hvorri önn.

Þau börn sem munu innritast í Grundaskóla næsta haust, taka þátt í samstarfinu við Brekkubæjarskóla, en fara auk þess í 1-2 heimsóknir í sinn skóla, eftir áramót.

Í apríl/maí ár hvert er Vorskóli í nokkra daga. Börnin fara í skólann í sínu skólahverfi og undirbúa sig undir skólagönguna á komandi hausti.