Eldvarnarstarf

    

Við erum í samstarfi við slökkviliðið og sjá börnin á Háteig um eldvarnaeftirlit í leikskólanum.

Börnin sjá um að ganga um leikskólann u.þ.b. fjórum sinnum á vetri og skoða hvort brunavarnir leikskólans séu í lagi.

Þau eru með ákveðinn gátlista sem þau fara eftir og merkja í hvort allt sé í lagi eða hvort eitthvað þurfi að bæta.

Í lok vetrar fá börnin heim með sér viðurkenningarskjal og möppu frá slökkviliðinu.

 

Markmið verkefnisins er þríþætt:

  1. Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið.
  2. Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað.
  3. Að minna foreldra og forráðamenn á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því marki.

Útbúið hefur verið fjölbreytt og vandað fræðsluefni og önnur gögn í þessu starfi.

Sérstakir aðstoðarmenn slökkviliðsins í verkefninu eru slökkviálfarnir Logi og Glóð sem eru jafnframt helsta auðkenni verkefnisins.

P1090319