Lífsleikni

 

Í lífsleikni er notað námsefnið Stig af stigi og er það notað til þess að þjálfa og auka félags- og tilfinningaþroska barna. Námsefnið sem notað er í leikskólanum er fyrir 4 – 6 ára börn og skiptist í þrjá hluta:

I          Innlifun

II         Að leysa úr vanda

III       Sjálfsstjórn

Gengið er út frá því að tilfinningagreind sé lærð og er því færni sem hægt er að kenna.  Markmið með kennslunni  Stig af stigi er m.a. að kenna börnum:

  • Að lesa í tilfinningar sínar og annarra og vinna úr þeim
  • Að leysa úr vanda og nota til þess félagslegan skilning
  • Að kunna að umgangast reiði og draga úr æsingi

Stig af stigi býður upp á tækifæri til að ræða tilfinningar, æfa börn í að leysa úr vanda og kenna þeim aðferðir við að hafa stjórn á sjálfum sér og tilfinningum sínum.