Markviss málörvun

 

 

Við leggjum mikla áherslu á málrækt og fléttum hana inn í leik og daglegt starf.

Í hópatímum er m.a. unnið með Lubba bókina, sem er bók um íslensk málhljóð. Þetta er í raun hljóðanám í þrívídd þar sem börnin sjá stafinn, heyra hljóðið og gera tákn (Lubbatákn). Við vinnum með hlustun, rím, samstöfur, setningar og orð til að efla hljóðkerfisvitund barnanna og búa þau þannig undir lestrarnám.

Í málörvun fá börnin tækifæri til að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir í smærri hópum.  Við þjálfum málskilning, málnotkun, orðaforða og hugtakaskilning barnanna.