Stærðfræði

Stærðfræði

 

 

 

Stærðfræði  er að finna allsstaðar í starfi leikskólans. Hún er samofin hinum ýmsum námsþáttum sem unnið er með samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla.Frumhugtök eru t.d. stærð, lögun, þyngd, rými, fjöldi o.s.frv.

Stærðfræði er undirliggjandi í öllu daglegu starfi leikskólans. Gerðar eru ýmsar kannanir, unnið með talningu, form og eiginleika þeirra, gerðar eru ýmsar mælingar og unnið með rýmisgreind. Til að vinna með rýmisgreind leggjum við áherslu á einingakubba, en þeir hjálpa börnum að huga að þrívídd auk þess sem þeir nýtast til umræðu um eiginleika forma.

Vinna okkar tengd talnavinnunni er tvíþætt:

  • Skilningur nemenda á tölum og magni
  • Skilningur nemenda á samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu.

Til að vinna að talnaskilningi nemenda er unnið með talningu, talnaröðina, stærðir talna og þrautir sem byggjast upp á aðgerðunum fjórum (samlagning, frádráttur, margföldun og deiling).

Unnið er með stærðfræðina í sérstökum stærðfræðistundum, þar sem ýmist er verið að vinna talnatengd verkefni, eða unnið með þrautalausnir.