Hugarfrelsi

Með Hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns. Í Hugarfrelsi eru kenndar fimm aðferðir: sjálfsstyrking, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla. Með því að nota þessar aðferðir er hægt að bæta líðan barnanna, bæði andlega og líkamlega. Einbeitingin eflist, sjálfsmyndin batnar og börnin læra að róa sig niður og slaka á. 

Á Miðteig fara öll börnin í Hugarfrelsi í hópatíma. Þau byrja á öndunaræfingum, taka svo nokkrar jógaæfingar og enda á slökun eða hugleiðslu. Einnig er mjög gott að grípa í eina til tvær æfingar, til dæmis öndunaræfingu eða jógaæfingu, í samverum.