Foreldrar

Foreldrasamstarf –  samvinna

 

Lögum samkvæmt er leikskólinn fyrsta skólastig  barnsins og annast hann nám leikskólabarna, að ósk foreldra.  Foreldrar bera frum-ábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna og ber leikskólanum að vera viðbót við uppeldi foreldra, en er ekki ætlað að koma í stað þess.   Hlutverk leikskólans er að sjá barninu fyrir leikskólamenntun, auk þess sem hann þarf að koma til móts við ólíkar þarfir foreldranna, án þess að það komi niður á gæðum leikskólastarfsins.  Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk þekki hvort annað og að á milli þeirra ríki gagnkvæm virðing og traust.

 

Markmið með foreldrasamstarfi:

  • Að veita foreldrum upplýsingar um starfsemi leikskólans.
  • Að veita foreldrum upplýsingar um þroska barnsins, stöðu þess í barnahópnum og almenna líðan  í leikskólanum.
  • Að efla samvinnu og samskipti milli heimilis og skóla.
  • Að stuðla að þátttöku foreldra í starfsemi leikskólans.