Starfsáætlun 2017-2018

2017-2018

Öll verkefni félagsins eru innifalin í krakkasjóði sem er kr. 4000 og er innheimtur að hausti, í kringum október.

 

Aðventustund

Dags: Verður laugardaginn 2. desember frá kl 14.00-15.30 er sama dag og kveikt er á jólatrénu á Akratorgi.

Verkefni: Gera skó úr pappír (eins og tíðkaðist fyrr á árum að gera í leikskólum) til að setja út í glugga þegar jólasveinarnir koma til byggða. Allir hjálpast við að ganga frá því svo förum við niður á Akratorg, þar sem kveikt verður á ljósunum á jólatrénu.

Veitingar eru í boði þennan dag. Boðið er upp á heitt kakó með rjóma og piparkökur

Ætlað fyrir foreldra, börn og systkini. Ömmur og afar líka velkomin.

Foreldrafélagið greiðir kostnað  af þessum degi.

 

Vöfflukaffi:

Dags: Verður laugardaginn  3. febrúar frá kl.11.00-13.00.

Foreldrafélagið myndi bjóða upp á vöfflur og kaffi. Börnin í Teigaseli  verða með sölu-myndlistarsýningu. Öll börn myndu búa til nokkur listaverk sem þau  selja fjölskyldu sinni. Frjálst framlag 100kr + fyrir hvert listaverk.

Ágóðinn fer í að kaupa eitthvað tiltekið sem vantar fyrir leikskólann.

 

Sveitaferð að Bjarteyjarsandi

Dags: Verður fimmtudaginnn 10. maí 2018 kl 10.00-12.00 (uppstigningardagur)

Foreldrafélagið hefur ákveðið að taka þann viðburð að sér og býður öllum fjölskyldum barna í Teigaseli að mæta að Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit

Foreldrafélagið mun borga fyrir Teigaels börnin en foreldrar verða að borga sjálfir fyrir systkini sem eru ekki á leikskólanum

 

Sundnámskeið fyrir elstu börnin

Foreldrafélagið borgar hluta af sundkennslu fyrir elstu börnin eina viku í maí á vorönn. Foreldra borga hinn hlutann. Miðast er við það að foreldrar hafi greitt í foreldrafélags sjóðinn til að fá niðurgreiðslu.

 

Sumarhátíð

Haldin 8. júní 2017, kl.14:00-15:30

Foreldrafélagið býður  börnum, foreldrum, systkinum, öfum og ömmum í grillveislu í Teigseli

Ýmis skemmtiatriði eru í boði foreldrafélagsins

 Félagið greiðir fyrir þá mat í grillveislu og þá uppákomu sem í boði hverju sinni