Föndur ofl

Leikdeig

2 bollar hveiti

2 bollar sjóðandi vatn

1 bolli fínt salt

2 msk. Matarolía

4 tsk. Cream of tartar

Allt hitað í potti þar til það loðir vel saman, síðan hnoðað vel.

Hægt er að lita deigið með matarlit, sem er þá settur út í vökvann.

Leikdeigið skal geyma í plastpoka, svo það þorni ekki, þannig er hægt að nota það aftur og aftur.

Saltdeig

2 bollar fínt salt

2/3 bollar vatn

Hitað saman í potti, upp að suðu.  Hrært í.

1 bolli maizenamjöl

½ bolli  kalt vatn

Hrært saman, sett út í pottinn.

Flatt út með kökukefli og mótaðar skrautmyndir  eða bara mótaðir stærri hlutir og fígúrúr.

Látið þorna

Ath. ef sett er glimmer út í deigið, er best að blanda því saman við saltið.

Heimatilbúin sápukúlulögur

8 dl eimað vatn

½ dl glycerin

2 dl YES ultra

1 tsk sykur

 athugið, eimað vatn og glyserin fæst í apótekum.