Vinnumálstofnun sem stendur fyrir Fyrirmyndardeginum sem haldinn er í dag 8. apríl

Í dag kom til okkar Rósa Sigurðardóttir á vegum Vinnumálstofnun sem stendur fyrir Fyrirmyndardeginum sem  haldinn er í dag 8. apríl. Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fatlaðs fólks á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Markmið dagsins er að  fyrirtæki og stofnanir bjóði atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu.Við þökkum Rósu fyrir komuna.