Vinnumálstofnun sem stendur fyrir Fyrirmyndardeginum sem haldinn er í dag 8. apríl

Í dag kom til okkar Rósa Sigurðardóttir á vegum Vinnumálstofnun sem stendur fyrir Fyrirmyndardeginum sem  haldinn er í dag 8. apríl. Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fatlaðs fólks á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Markmið dagsins er að  fyrirtæki og stofnanir bjóði atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu.Við þökkum Rósu fyrir komuna.

Ný heimasíða

Loksins loksins!

Við fengum Sigurjón Jónsson tölvunarfræðing til að aðstoða okkur við að setja upp nýja heimasíðu fyrir leikskólann. Núna eftir mánuð án heimasíðu síðan tilbúin og við vonum að þið eigið eftir að taka vel í nýtt og breytt útlit.

Síðan er mun einfaldari en sú eldri en einnig aðgengilegri. Deildarnar munu setja úrval af myndum hér inn á síðuna en áfram verður Facebook aðalmynda vettvangurinn okkar.

Við vonum að síðan veiti betri innsýn í starfið okkar og að hún eigi eftir að nýtast ykkur vel til upplýsinga og fróðleiks.