Dagur einhverfunnar – blár dagur

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á föstudaginn 1.apríl og ætlum við að klæðast bláu þann dag og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Teigasel er móðurskóli atferlisþjálfunnar hér á Akranesi og hvetjum við því alla til að taka þátt í þessum degi og klæðast bláu á föstudaginn.

Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins.

Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.

Endilega fylgist með á facebook síðu styrktarfélagsins: http://facebook.com/einhverfa

untitled

Skipulagsdagur 29. mars

Þann 29. mars fóru allir starfsmenn Teigasels í heimsókn í tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu til að kynna sér hvað þeir væru að gera. Fyrst var haldið í leikskólann Norðurberg í Hafnarfirði sem hefur verið að vinna að þróunarvinnu ásamt  Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðingi með snemmtæka íhlutun í málörvuna ungra barna. Norðurberg hefur einnig einblínt á hvernig er unnið í málörvun í kjölfarið á snemmtækri íhlutun þegar börnin hafa náð þriggja ára aldri og hvaða möguleikar eru fyrir hendi í málörvunarstarfi fyrir alla aldurshópa.

Við kíktum næst í heimsókn í Krikaskóla í Mosfellsbæ. Krikaskóli er skóli fyrir börn frá aldrinum 2-9 ára. Þar hefur verið unnið markvisst starf með stærðfræði hjá öllum aldurshópum þar sem áhersla er lögð á hlutverk kennarans og þær kennsluaðferðir sem byggja upp skilning barna á aðgerðum og magni. Þær aðferðir sem unnið er með í Krikaskóla í stærðfræði eru sambærilegar við þær sem við vinnum með hér í Teigaseli og var mjög gott að fá nýja sýn á því hvernig aðrir vinna með sama efni.

with-eyes-numbers-clipart-1