Gaman – Gaman

Á sunnudaginn, þann 6. september, verður leikskólinn 17 ára.  Í dag gerðum við okkur glaðan dag af því tilefni. Börnin voru máluð í framan, fengu íslenska fánann og við fórum í skrúðgöngu. Í hádegismat var boðið upp á pizzu og ís í eftirrétt og í nónhressingu muffins á eftir ristaða brauðinu. Þar sem við vorum svo heppin með veður þá var mikið leikið úti.