Skrifað undir þjóðarsáttmála um læsi

Á Akranesi var í dag skrifað undir þjóðarsáttmála um læsi sem er átak sem mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir í samvinnu við sveitarfélög og skóla. Markmið átaksins er að öll börn geti lesið sér til gagns þegar grunnskólagöngu lýkur. Með undirritun sáttmálans skuldbinda sveitarfélögin og ríkið sig til að vinna með öllum tiltækum ráðum að því markmiði. Framlag ráðuneytisins til verkefnisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra. Stjórnendur frá öllum skólum sveitarfélaganna voru viðstaddir undirritunina. Nánar um viðburðinn má lesa á skessuhorn.is

Gaman – Gaman

Á sunnudaginn, þann 6. september, verður leikskólinn 17 ára.  Í dag gerðum við okkur glaðan dag af því tilefni. Börnin voru máluð í framan, fengu íslenska fánann og við fórum í skrúðgöngu. Í hádegismat var boðið upp á pizzu og ís í eftirrétt og í nónhressingu muffins á eftir ristaða brauðinu. Þar sem við vorum svo heppin með veður þá var mikið leikið úti.