Sumarlokun

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar síðastliðinn tillögu skóla- og frístundaráðs um sumarleyfi leikskóla Akraneskaupstaðar næstkomandi sumar. Samþykkt var að þeir loki í fjórar vikur og mun tímasetning ráðast af könnun sem hver og einn leikskóli mun gera meðal foreldra. Hvert barn þarf að taka fjórar vikur samfellt í sumarleyfi ár hvert samkvæmt verklagsreglum um leikskóla Akraneskaupstaðar.

Niðurstaða könnunar sem gerð var hér í Teigaseli á meðal foreldrar þá mun leikskólinn loka frá og með 16. júlí 2018 til og með 10. ágúst 2018. Við opnum aftur eftir sumarfrí mánudaginn 13. ágúst.

Bókakoffort

Bókakoffortin eru komin aftur!

Við erum með bækur fyrir yngri börnin 2-4 ára sem er staðsett í fataherbergi Teigakots og annað fyrir þau eldri 3-6 ára sem er staðsett á Háteig.
Í Háteigskoffortinu eru nokkrar bækur á spænsku og pólsku, endilega kíkið á þær, þær eru fyrir 2-6 ára börn 🙂

Við minnum einnig á að mikilvægt er að skrá nafn barns og bókar þegar þið fáið lánaða bók og merkja við þegar þið skilið.

Útlánsreglur eru einfaldar:

  • Hvert barn má hafa tvær bækur heima í einu.
  • Útlánsími er mest ein vika.
  • Þegar bók er fengin að láni á að skrifa útlánsdag, nafn barns og bókatitil í stílabókina sem staðsett er við koffortið.
  • Þegar bókinni er skilað aftur skal strikað yfir nafn barnsins.