Páskafrí og skipulagsdagur

Eftir daginn í dag erum við komin í páskafrí. Við vonum að þið munið öll hafa það yndislegt um páskana, og njóta samverunnar með hvort öðru.

Þriðjudaginn 3. apríl er skipulagsdagur hér í Teigaseli en þá mun starfsfólk leikskólans fara m.a. annars á fyrirlesturinn Góð streita – vond streita hjá Steinunni Evu Þórðadóttur sálfræðing, ásamt starfsfólki Akrasels í Tónbergi. Einnig munum við leggjast yfir vinnu með læsi í leikskólanum ásamt úrvinnslu úr foreldraviðtölum sem er nú nýlokið á öllum deildum.

Við opnum aftur eftir páskafrí miðvikudaginn 4. apríl, á sama tíma og venjulega. Við hlökkum til að sjá alla hressa og káta þá.

Sumarlokun

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar síðastliðinn tillögu skóla- og frístundaráðs um sumarleyfi leikskóla Akraneskaupstaðar næstkomandi sumar. Samþykkt var að þeir loki í fjórar vikur og mun tímasetning ráðast af könnun sem hver og einn leikskóli mun gera meðal foreldra. Hvert barn þarf að taka fjórar vikur samfellt í sumarleyfi ár hvert samkvæmt verklagsreglum um leikskóla Akraneskaupstaðar.

Niðurstaða könnunar sem gerð var hér í Teigaseli á meðal foreldrar þá mun leikskólinn loka frá og með 16. júlí 2018 til og með 10. ágúst 2018. Við opnum aftur eftir sumarfrí mánudaginn 13. ágúst.