Aðlögun

Í þessari viku er aðlögun  í fullum gangi hjá okkur hér í Teigaseli. Í sumar eru að byrja hjá okkur 22 nýjir nemendur, 19 í árgangi 2015 sem eru að byrja á Teigakoti í dag eða byrjuðu fyrr í sumar. Eitt barn í árgangi 2016 byrjaði hjá okkur í júní. og 2 ný í árgangi 2014 sem eru að byrja á Miðteig. Við bjóðum ný börn og foreldra hjartanlega velkomin til okkar í Teigasel.

Hér í Teigaseli er notast við þátttökuaðlögun. Foreldrarnir eru með börnunum í leik og starfi í þrjá daga og kynnast á þeim tíma starfinu okkar, starfsfólki og öðrum börnum vel. Markmiðið með þátttökuaðlögun er að foreldrar yfirfæri eigin öryggskennd yfir á börnin sín, öruggir foreldrar = örugg börn

 

Fundur fyrir foreldra nýrra barna

Kynningarfundur fyrir foreldra nýrra barna verður haldinn hér í Teigaseli fimmtudaginn 10. ágúst 2017 kl.17 í salnum.

Á fundinum verður farið aðeins yfir starf leikskólans, komandi aðlögun og hvað foreldra þurfa að hafa í huga.

Hlökkum til að sjá sem flesta nýja og eldri foreldra sem eru að mæta með börn í aðlögun til okkar í næstu viku.

Opnað eftir sumarfrí og endurbætur

Opnað var aftur eftir sumarleyfi í gær þriðjudaginn 8. ágúst. Í þessari viku fara fram flutningar á milli deilda og einnig er vikan nýtt í undirbúning fyrir komandi vetrarstarf.

Aðlögun nýrra barna hefst síðan þann 14. ágúst nk. en líkt og síðustu ár verður þátttökuaðlögun hér á Teigaseli þar sem foreldrar eru virkir þátttakendur í aðlögun sinna barna 🙂

Í sumarfríinu voru gerðar breytingar hér innandyra þar sem salerni í forstofu Teigakots var fjarlægt og rýmið þar stækkað að útidyrum. Herbergið sem er þar nuna mun framvegis nýtast sem sérkennsluherbergi. Inni á Teigakoti var smíðað aukarými fyrir utan klósettið og þar var bætt við öðru salerni. Þessar endurbætur hafa mikið að segja bæði fyrir Teigakot sem hefur nú tvö salerni innan deildarinnar og einnig fyrir sérkennslu leikskólans sem hefur nú sér herbergi til að nýta í vinnustundir fyrir sín börn.

Hlökkum til að eiga gott samstarf við ykkur næsta árið líkt og þau fyrri 🙂