Um Skólann

Leikskólinn Teigasel

Teigasel er þriggja deilda leikskóli, staðsettur skammt frá gamla miðbænum.

Skólinn var stofnaður 6. september 1998.

Uppeldisstefna

Að bjóða upp á opinn efnivið í þeim tilgangi að hvetja barnið til gagnrýnnar hugsunar og örva um leið sköpunar- og leikgleði þess.

Að koma til móts við þarfir einstaklingsins og gefa honum tækifæri til að vaxa og dafna á jafningjagrundvelli.

Leikurinn er aðal námsleið barnsins í sinni virku þekkingarleit.  Með það að leiðarljósi leggjum við áherslu á þarfir, virkni og frumkvæði einstaklingsins, svo hann fái sem best notið sín.

Markmið

Að hér  starfi glaðir, virkir, ábyrgir, skapandi og gagnrýnir einstaklingar sem beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Akranes! Þar allt er best
á öllu Norðurhveli.
Kátust eru og kunna mest
krakkar á Teigaseli.

Steingrímur Ben.