Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Teigasels

Markmið:

 • Að stuðla að vitundarvakningu um umhverfismál hjá starfsfólki og skjólstæðingum leikskólans.
 • Að stuðla að því að börnin verði sér meðvituð um náttúruna og læri  að bera virðingu fyrir henni.

Leiðir:

 • Draga úr pappírsnotkun.

Vera meðvituð um að nýta pappírinn vel.

 • Flokka pappír eftir því hvort hann er endurvinnanlegur eða ekki.  Bylgjupappír fari í sérstaka ruslatunnu.

Tunna staðsett miðsvæðis í húsinu, þangað skal endurnýtanlegur pappír fara.  Bylgjupappír fer í endurvinnslutunnu.

 • Skola mjólkurfernur og setja í endurvinnslutunnu.
 • Endurnýta þær umbúðir sem til falla í eldhúsi.Endurnýta poka, t.d. undir óhreina vettlinga.  Dósir, pakka undan ýmsum pakkamat o.s.frv.
 • Í eldhúsi skal  flokka plast og málma og setja í endurvinnslutunnu.
 • Sjá til þess að skila spilliefnum á viðeigandi staði.

Rafhlöðum safnað saman og skilað í þar til gerðar tunnur t.d. á bensínstöðvum.

 • Velja umhverfisvottaðar vörur þegar þess er auðið.
 • Minnka orku- og vatnsnotkun innan leikskólans.

Slökkva ljós í mannlausum herbergjum.  Spara hitunarkostnað með því að hafa ofna ekki of hátt stillta og láta ekki dyr standa opnar að óþörfu, t.d. þegar kalt er í veðri.

 • Kaupa vörur og þjónustu frá nærbyggð, þegar það er hægt.

Taka íslenskt fram yfir erlent og reyna að versla heldur í heimabyggð.

 • Fara í vettvangsferðir m.a. í þeim tilgangi að vekja eftirtekt barnanna fyrir náttúrunni og sínu nánasta umhverfi.

Útskriftarferð í Skorradal.  Lambaferð að Bjarteyjarsandi.

Matjurtarækt á svæði Skólagarðanna.

 • Hafa einn “hreinsunardag” á ári, t.d. á degi umhverfisins 25. apríl, þar sem starfsfólk og börn hreinsa upp rusl á lóð í og nánasta umhverfi leikskólans.
 • Stefnu þessa skal endurskoða á tveggja ára fresti og þá skal jafnframt gerð framkvæmdaáætlun til næstu tveggja ára.

Það læra börn sem þau búa við.