Lögreglan í heimsókn

Lögreglan á Vesturlandi eru nú að vinna í því að efla forvarnarstarf og samfélagslöggæslu. Sem felur í sér að fara í heimsóknir í leik- og grunnskóla með fræðslu. Fræðslan felst í því að ræða umferðina, notkun bílstóla og öryggisbúnaðar. Samfélagslögreglan á Vesturlandi heimsótti Teigasel 13. mars sl. Börnin í tveimur elstu árgöngunum fengu fræðslu um endurskinsmerkja notkun og mikilvægi bílstóla og bílbelta. Börnin fengu endurskinsmerki að gjöf og lituðu mynd með lögreglunni, lögreglan brýndi fyrir börnunum að löggan væri vinur þeirra og þau gætu alltaf leitað til lögreglunnar.