Nýjar fréttir

 

Kæru foreldrar

Viljum byrja á því að óska öllum pöbbum til hamingju með daginn. Hér var haldið þorrablót í morgun sem byrjaði inni í sal þar sem Íris fór aðeins í hvað þorri er og við smökkuðum svið, hákarl og harðfisk eða þeir sem vildu smakka 😊 Mjög margir smökkuðu. Þetta er eitthvað sem Íris hefur gert síðan hún byrja í Teigaseli og eru alltaf fleiri og fleiri sem smakka. Í hádeginu var grjónagrautur og slátur ásamt því að boðið var upp á svið, sviðasultu, hrútspunga, hákarl og harðfisk. Svo í kaffitímanum verður boðið upp á flatkökur með hangikjöti. Stelpurnar í Teigaseli voru búnar að gera víkingahjálma/kórónu fyrir alla strákanna.

Árið hefur farið vel af stað hjá okkur í Teigaseli. Á milli jóla og nýárs var sett upp loftræstikerfi inn á Teigakoti og er það að koma mjög vel út va

rðandi loftgæði og loftskipti í rýminu. Við finnum mikinn mun á loftinu þar inni. Til stendur að setja upp svipuð kerfi inn á Háteig og Miðteig og vonum við að með því lagist loftgæðin í Teigaseli. S breytingar hafa orðið á starfsmannahópnum okkar núna í byrjun árs. Ásdís Elva hætti hjá okkur um áramótin til að sinna námi, fyrir hana réðum við inn hann Jón Hjörvar. Verður hann inni á Miðteig alla morgna. Drífa okkar sem er í afleysingu og aðstoðarmatráður er í veikindaleyfi, eins er Sara Lind sem er inni á Teigakoti komin í veikindaleyfi. Við eigum alveg von á þeim aftur fyrr en seinna. Við réðum Hrund í stöðu Drífu en í stöðu Söru kom hún Sunneva Rut til okkar en hún var komin inn til okkar í afleysingarstöðu. Þegar Drífa og Sara koma aftur hverfur Hrund til annarra starfa en Sunneva verður áfram og fer í afleysingar.

Á skipulagsdegi þann 2. janúar fengum við hana Sabínu Steinunni frá færni til framtíðar til okkar. Hún var með mjög áhugavert og skemmtilegt erindi um útikennslu og útiveru barna, eins var hún með kennslu fyrir okkur úti í garði. Þar lærðum við meðal annars að nýta garðinn okkar til að efla hreyfifærni barnanna. Hún er bæði með Instagram reikning og faecbook síðu þar sem hún deilir mjög skemmtilegu og nánast kostnaðarlausum hugmyndum að skemmtilegri útiveru með börnum þar sem er verið að efla skynfærin átta: sjón, heyrn, bragð, lykt, snertiskyn, vöðva- og liðamótaskyn, rúmskyn og jafnvægisskyn. Öll þessu skynfæri skipta mjög miklu máli í þroska barna. Við hvetjum ykkur til að skoða síðurnar hennar og nýta ykkur til skemmtilegrar samveru og samskiptum.

https://www.instagram.com/faernitilframtidar/ og https://www.facebook.com/faernitilframtidar

Einnig langar okkur að benda ykkur á þennan skemmtilega fróðleik um samskipti barna við fullorðna og þeirra helstu fyrirmyndir 😊

Hvetjum ykkur til að hlusta á þetta en þetta er einungis átta mínútur.

https://www.youtube.com/watch?v=aISXCw0Pi94

Minnum ykkur á að ef það er eitthvað sem þið viljið ræða við okkur endilega kíkið á okkur Heiðu. Okkur finnst gaman að fá ykkur foreldra til okkar í spjall.

Góða helgi Íris og Heiða