Okkar helstu viðfangsefni
Stærðfræði
- Stærðfræði er í flestu sem við gerum og tengjum við markvisst stærðfræði inn í flest þau viðfangsefni sem við tökumst á við
- Markmiðið er að kynna börnum fyrir formum, litum og tölustöfum í gegnum leik.
Málörvun
- Mikil áhersla er lögð á málörvun í leik og starfi
- Við byrjum t.d. alla daga á því að fara yfir hvaða dagur sé, mánuður og ár
- Notum tákn með tali
- Vinnum með Lubba.
- Lesum bækur
- Syngjum
- Leggjum orð á daglegar athafnir
Frjáls leikur
- Leikur er aðalnámsleið barna, því leggjum við mikla áherslu á að börnum gefist kostur á að leika sér frjálst,
- Börn læra að setja sér mörk og læra á mörk annarra í gegnum leik
- Í gegnum leik eflast börn í félagslegum samskiptum
- leikurinn veitir börnum kost á að virkja ímyndunarafl sem ýtir undir skapandi hugsun.
Könnunnarleikur
- Áhersla er lögð á könnunnarleikinn, börnin leika með verðalausan opinn efnivið og fá tíma og rými til að efla og þróa ímyndunarleik sinn og skapandi hugsun.
- Könnunnarleikurinn er grunnur í að börn læri að komast í hugarástandið flæði, en með því ná börn að gleyma stað og stund við ákveðin viðfangsefni sem hentar aldri þeirra og þroska.
Sköpun og skynjun
- Börnum gefst kostur á að vera skapandi í leikskólanum
- Markvisst vinnum við með skynjun og veitum þeim kost á að kanna ýmislegt með því að nota skynfæri sín.
- Við vinnum með opinn efnivið, sem ýtir undir að þau þurfi að skapa sjálf og finna útúr því hvernig nota eigi efniviðinn.
Lífsleikni
- Starfið á að efla félags- og tilfinningaþroska barna
- Unnið er með Blæ sem er vináttuverkefni barnaheilla