Í leikskólanum er skilgreind viðbragðsáætlun vegna slysa sem gætu orðið, s.s. tilkynningar til foreldra, slysaskráning, heimsóknir á slysavarðstofu, útkall sjúkrabíls. Starfsmenn fá með reglubundnu millibili þjálfun í skyndihjálp þar sem kennd eru viðbrögð við algengustu slysum.
Rýmingar- og brunavarnaráætlun er til fyrir allan skólann og er skipulagið sýnilegt öllum starfsmönnum s.s. á deildum og í eldhúsi. Rýming skólans er ekki æfð með börnunum og er ástæðan sú að sum verða mjög hrædd og óttast að eldur sé í alvörunni í leikskólanum.
Starfsmenn þurfa að þekkja hlutverk sitt vel og bregðast rétt við. Starfshættir eru skilgreindir með þeim hætti að starfsmenn skuli hafa góða yfirsýn yfir aðstæður og barnahópinn og aldrei að setja börn í aðstæður sem hætta gæti stafað af.
Rýmingaráætlun Teigasels vegna bruna Jafnréttisáætlun Viðbragðsáætlun