Með þessum orðum viljum við tengja saman þá gleði sem fylgir hverju barni, þá einingu sem við viljum ná saman sem heild og að borin sé virðing fyrir öllum.
Velkomin í Teigasel
Í Teigaseli er lögð áhersla á stærðfræði, frjálsan leik og sköpun.
Í Teigaseli skiptast börnin á fjórar deildir eftir aldri.
EECERA (european early childhood education research association) var haldin í 32 sinn dagana 3.-6. september. Heiða, Elín og Júlíana fóru á ráðstefnuna, en hún Elín var með kynningu á ráðstefnunni. Þar kynnti hún hluta af meistararannsókninni sinni ásamt leiðbeinanda hennar, henni Söru Margréti Ólafsdóttur dósent á Menntavísindasviði HÍ.
Í dag var Gulur dagur í tilefni af Norðurálsmótinu sem sett var í dag með skrúðgöngu frá Stillholti. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta til að fylgjast með göngunni. Við skemmtum okkur konunglega og hvöttum liðin sem gengu hjá.
Laugardaginn 15. júní sl. útkrifuðust þessar flottu ungu konur sem leikskólakennarar frá Háskóla Íslands.
Gunnþórunn og Alda luku MT. prófi í menntunarfræði leikskóla. Elín og Júlíana luku M.Ed. prófi í leikskólakennarafræði. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og erum ótrúlega stolt af þessum kennurum okkar.
íþróttahátíð Teigasels var haldinn hátíðlega í dag 20. júní. Við nýttun tækifærið þar sem að rigningin ákvað að halda sig til hlés og héldum okkar árlegu íþróttahátíð. Við vorum með ýmsar stöðvar í garðinum og allir skemmtu sér konunglega. Börnin fengu svo viðurkenningu fyrir þátttöku sína á hátíðinni.