Með þessum orðum viljum við tengja saman þá gleði sem fylgir hverju barni, þá einingu sem við viljum ná saman sem heild og að borin sé virðing fyrir öllum.
Velkomin í Teigasel
Í Teigaseli er lögð áhersla á stærðfræði, frjálsan leik og sköpun.
Í Teigaseli skiptast börnin á fjórar deildir eftir aldri.
Leikskólar Akraneskaupstaðar luku nýverið við að halda foreldranámskeiðið Tengjumst í leik í samvinnu við Invest in play® og Föruneytibarna. Akranes er fyrst sveitafélagið á Íslandi sem bauð foreldrum barna í öllum sínum leikskólum á námskeiðið án endurgjalds. Foreldrar 48 barna á Akranesi sátu námskeiðið í fjórum leikskólum.
„Það er miklu meiri ró á heimilinu…“ Ummæli foreldris sem sat námskeiðið á Akranesi.
,,Mér hafa finnst námskeiðið hjálpa mér að takast á við foreldrahlutverkið“ Ummæli foreldris sem sat námskeiðið á Akranesi.
EECERA (european early childhood education research association) var haldin í 32 sinn dagana 3.-6. september. Heiða, Elín og Júlíana fóru á ráðstefnuna, en hún Elín var með kynningu á ráðstefnunni. Þar kynnti hún hluta af meistararannsókninni sinni ásamt leiðbeinanda hennar, henni Söru Margréti Ólafsdóttur dósent á Menntavísindasviði HÍ.
Í dag var Gulur dagur í tilefni af Norðurálsmótinu sem sett var í dag með skrúðgöngu frá Stillholti. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta til að fylgjast með göngunni. Við skemmtum okkur konunglega og hvöttum liðin sem gengu hjá.