Í Teigaseli er unnið með stærðfræði á öllum deildum leikskólans. Börnin læra t.d. með því að telja og vinna að þrautalausnum. Stærðfræðiþrautir og verkefni fara eftir aldri og þroska barnanna. Inni á deildum eru tölustafir og bókstafir sýnilegir
Stærðfræði er að finna alls staðar í starfi leikskóla og er hún samofin hinum ýmsu námsþáttum sem unnið er eftir samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla. Undanfarin ár hefur orðið mikil hugarfarsbreyting í notkun stærðfræði innan leikskóla og augu fólks opnast fyrir því hvað nemendur eru móttækilegir fyrir undrum stærðfræðinnar. Í Teigaseli hefur verið unnið með stærðfræði og stærðfræðihugtök frá því skólinn var stofnaður. Haustið 2005 hafði Ólöf Björg Steinþórsdóttir, lektor við University of North Carolina, samband. Hún óskaði eftir þátttöku Teigasels, ásamt leikskólanum Sjónarhóli, í rannsókn sem hún var að vinna að og fjallaði um stærðfræðikennslu byggða á skilningi barna. Sú kennsla byggir á margra ára rannsóknum um lausnaleiðir barna á þrautum tengdum samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu. Þetta er ekki námsefni heldur hugmyndafræði um kennslu og byggir á að auðvelda kennurum að skilja hugsun barna og lausnaleiðir þeirra. Það sem einkennir þessa hugmyndafræði er að námið er í formi þrauta. Þrautalausnir eru bæði markmið og meginleið í kennslunni. Kennarinn hvetur til eigin lausnaleiða og að nemendur finni nýjar leiðir
Þó stærðfræðin tengist mikið daglegu starfi, notum við einnig ýmis kennslugögn til stærðfræðikennslu sem eru ýmist keypt eða heimatilbúin, meðal annars:
Hér má svo nálgast skýrsu sem var unnin árið 2006 af þáverandi starfsfólki Teigasels um stærfræði í Teigaseli.