Þriðjudaginn sl. þann 6. febrúar var Dagur leikskólans. Haldið hefur verið hátíðlega upp á þennan dag um árabil. En árið 1950 á þessum degi stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.
Við hér í Teigaseli höfum haft þá hefð að bjóða ömmum og öfum barnann í kaffi á Degi leikskólans og í ár var engin undanteknin. Börnin buðu upp á kaffi og marmaraköku. Allir voru mjög glaðir með daginn og viljum við þakka fyrir komuna og það var mjög ánægjulegt að sjá hvað margir sáu sér fært að mæta.