Sumarlokun leikskólanna 2024

Leikskólar Akraneskaupstaðar verða lokaðir í fjórar vikur og lokað verður frá 7. júlí til og með 5. ágúst.

Tengjumst í leik (e. Invest In Play) Foreldranámskeið, fyrsta námskeiði lokið

Leikskólar Akraneskaupstaðar luku nýverið við að halda foreldranámskeiðið Tengjumst í leik í samvinnu við Invest in play® og Föruneytibarna. Akranes er fyrst sveitafélagið á Íslandi sem bauð foreldrum barna í öllum sínum leikskólum á námskeiðið án endurgjalds. Foreldrar 48 barna á Akranesi sátu námskeiðið í fjórum leikskólum. „Það er miklu meiri ró á heimilinu…“ Ummæli foreldris sem sat námskeiðið á Akranesi. ,,Mér hafa finnst námskeiðið hjálpa mér að takast á við foreldrahlutverkið“ Ummæli foreldris sem sat námskeiðið á Akranesi.

EECERA ráðstefna

EECERA (european early childhood education research association) var haldin í 32 sinn dagana 3.-6. september. Heiða, Elín og Júlíana fóru á ráðstefnuna, en hún Elín var með kynningu á ráðstefnunni. Þar kynnti hún hluta af meistararannsókninni sinni ásamt leiðbeinanda hennar, henni Söru Margréti Ólafsdóttur dósent á Menntavísindasviði HÍ.

Gulur dagur og Norðurálsmótsskrúðganga

Í dag var Gulur dagur í tilefni af Norðurálsmótinu sem sett var í dag með skrúðgöngu frá Stillholti. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta til að fylgjast með göngunni. Við skemmtum okkur konunglega og hvöttum liðin sem gengu hjá.

Fjölgun á leikskólakennurum í Teigaseli

Laugardaginn 15. júní sl. útkrifuðust þessar flottu ungu konur sem leikskólakennarar frá Háskóla Íslands. Gunnþórunn og Alda luku MT. prófi í menntunarfræði leikskóla. Elín og Júlíana luku M.Ed. prófi í leikskólakennarafræði. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og erum ótrúlega stolt af þessum kennurum okkar.

íþróttadagur

íþróttahátíð Teigasels var haldinn hátíðlega í dag 20. júní. Við nýttun tækifærið þar sem að rigningin ákvað að halda sig til hlés og héldum okkar árlegu íþróttahátíð. Við vorum með ýmsar stöðvar í garðinum og allir skemmtu sér konunglega. Börnin fengu svo viðurkenningu fyrir þátttöku sína á hátíðinni.

Bláfánanum flaggað við Langasand

Bláfánanum verður flaggað í 12 skiptið við Langasand þann 29. maí sl. Við létum okkur ekki vanta þegar Bláfáninn var dreginn upp. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf í umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitun.

Útskrift

Föstudaginn 24. maí var árgangur 2018 formlega útskrifaður úr Teigaseli. Útskriftin var haldin í Tónbergi. Börnin sungu nokkur lög sem þau voru búin að æfa og enduðu svo á því að sýna dans. Íris og Heiða afhentu börnunum útkriftarskjöl og birkiplöntu.

Gestir á Barnamenningarhátíð

Á mánudaginn 27. maí fengum við góða gesti í heimsókn þær Birte og Immu. Þær sögðu okkur sögu af skrímslum og sungum við saman lög um skrímsli.

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar 23.-31. maí

Barnamenningahátíð Akraneskaupstaðar verður haldin hátíðlega dagana 23.-31. maí 2024. Þema hátíðarinnar er SKRÍMSLI. Yfir hátíðina verða í boð spennandi smiðjur, skemmtun og samverustundir fyrir börn og fjölskyldur þeirra.