EECERA ráðstefna

EECERA (european early childhood education research association) var haldin í 32 sinn dagana 3.-6. september. Heiða, Elín og Júlíana fóru á ráðstefnuna, en hún Elín var með kynningu á ráðstefnunni. Þar kynnti hún hluta af meistararannsókninni sinni ásamt leiðbeinanda hennar, henni Söru Margréti Ólafsdóttur dósent á Menntavísindasviði HÍ. Erindið þeirra bar heitið Children's perspectives on their learning through play eða Sýn barna á nám í gegnum leik. Erindið vakti mikinn áhuga og stóð Elín sig mjög vel í kynningunni. Við erum ótrúlega stolt yfir því að hafa svona flottan leikskólakennara í Teigaseli.