Kæru foreldrar / forráðamenn
Nú í vor var farið í það hjá Akraneskaupstað að skoða loftgæði í stofnunum bæjarins. Þetta var gert í Teigaseli í sumar. Niðurstaðan er sú að það þarf að fara í viðgerðir á öllum votrýmum skólans (klósettsvæðum).
Það á að bregðast hratt við og byrjað verður á framkvæmdum núna á morgun, miðvikudag.
Til að bregðast við þessu öllu og til að tryggja sem bestu aðstæður og umhverfi barnanna og starfsmanna þurfum við að fara í nokkrar hagræðingar og tilfærslur. Bæði hér innan dyra og einnig ætlum við að taka skólahópinn (árgang 2016) út úr húsinu og fara með þau upp í skátahús á meðan lagfæringar fara fram. Með þeim fara þrír starfsmenn Sigga Ása, Arna og Helena en hún hefur verið veikindaafleysing hjá okkur.
Það verður byrjað á að laga Miðteig. Árgangur 2017 verður saman inni í sal á meðan þessar framkvæmdir standa yfir, árgangur 2018 fer inn á Háteig á meðan verið er að laga Miðteig og Teigakot. Árgangur 2019 og 2020 verða á Teigakoti þar til Teigakot verður lagfært en þá fara þau inn á Miðteig.
Þetta mun hafa í för með sér eitthvert rask en við ætlum að láta þetta ganga eins vel og við getum. Framkvæmdir verða hér næstu 6 – 8 vikur. Ef þetta er eitthvað óskýrt eða ef það eru einhverjar spurningar endilega hafið samband við okkur.
Kær kveðja Íris Guðrún leikskólastjóri og Heiða Björk aðstoðarleikskólastjóri.