Komið þið sæl.
Gefin hefur verið út sameiginleg læsisstefna fyrir leikskólana á Akranesi. Í henni koma fram áherslur skólanna og farið yfir fimm meginþætti sem allir stuðla að auknum málþroska og góðum undirbúningi fyrir lestrarnám.
Útbúin voru tvö vinnuhefti, annað fyrir starfsfólk leikskóla og hitt fyrir foreldra en samvinna milli heimilis og leikskóla er mikilvægur þáttur til að ná sem bestum árangri.
Hægt er að finna læsisstefnuna í heild sinni inn á vef Akraneskaupstaðar og inn á heimasíðum leikskólanna. Auk þess höfum við látið útbúa plaköt og ísskápasegla sem minna á þá fimm meginþætti sem vinna skal með. Á þeim er einnig QR-kóði sem vísar beint inn á foreldraheftið.
Plakötin verða hengd upp í fataherbergum leikskólanna og ísskápaseglana fá börnin með sér heim og verður þeim dreift í hólf barnanna í dag.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur læsistefnuna.
Læsisstefnan er komin inn á heimasíðuna leikskólans undir læsisstefna