Sumarlokun 2022

Kæru foreldrar / forráðamenn

Niðurstaða úr könnun vegna sumarlokunar í Teigseli liggur
nú fyrir. Alls bárust um 70 svör en að þessu sinni
gerðum við tvær kannanir. Önnur var fyrir þau sem eru að fara í sumarfrí og hin fyrir
þau börn sem eru að hætta í Teigaseli og fara í skóla í haust. Einnig var gerð
könnun á meðals starfsfólksins en samkvæmt bókun skóla- og frístundaráðs eiga þeir
að vera með í þessari könnun. Búið er að taka þetta allt saman í eina niðurstöðu.
Tekið skal fram að í leikskólanum erum við með mörg systkini. Þannig að sumir
foreldrar svara fyrir fleiri en eitt barn. 

Það tímabil sem varð fyrir valinu er 8. júlí- 5. ágúst (báðir dagar meðtaldir)(lokum 8. júlí og opnum 8.ágúst)

Líklega í lok mars byrjun apríl verða send út skráningarblöð þar sem sumarleyfi barnanna er skráð ásamt því að foreldrar barna fædd 2016  skrá lokadagsetningu leikskóladvalar þeirra barna.
 
Kveðjur 
Íris og Heiða