Kæru foreldrar/forráðamenn
Takk kærlega fyrir samstarfið skólaárið 2022-2023. Sumarlokun hefst mánudaginn 10. júlí og opnum við aftur þriðjudaginn 8. ágúst. Við viljum senda sérstakar kveðjur til barna og foreldra 2017 árgangs sem við kveðjum með söknuði en jafnframt stolti. Það eru spennandi tímar framundan hjá þeim að hefja grunnskólagöngu. Á sama tíma bjóðum við ný börn og foreldra/forráðamenn velkomin í Teigasel og hlökkum til samstarfsins. Hafið þið það rosalega gott í sumarfríinu og við sjáumst hress í ágúst.
Sólar og sumarkveðja
Starfsfólk Teigasels