Teigasel varð 23 ára 6. september og héldum við upp á daginn með pompi og prakt. Við byrjuðum daginn á því að hittast úti í garðinum og flagga. Við sungum svo fyrir leikskólann afmælissönginn. Allir fóru svo inn þar sem það var svo mikil rigning úti, inni var búið að gera þrautabraut í gegnum allan leikskólann. Gleðin skein úr hverju andliti bæði stórum og smáum. Börnin á Háteig voru svo með söngatriði fyrir okkur hin í salnum. Við fengum svo hamborgara og franskar í hádegismat og muffinskökur í nónhressingu. Þetta var sko geggjaður dagur :)
Hér er svo linkur á myndir frá deginum