Gulur dagur og Norðurálsmótsskrúðganga

Í dag var Gulur dagur í tilefni af Norðurálsmótinu sem sett var í dag með skrúðgöngu frá Stillholti. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta til að fylgjast með göngunni. Við skemmtum okkur konunglega og hvöttum liðin sem gengu hjá.

Fjölgun á leikskólakennurum í Teigaseli

Laugardaginn 15. júní sl. útkrifuðust þessar flottu ungu konur sem leikskólakennarar frá Háskóla Íslands. Gunnþórunn og Alda luku MT. prófi í menntunarfræði leikskóla. Elín og Júlíana luku M.Ed. prófi í leikskólakennarafræði. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og erum ótrúlega stolt af þessum kennurum okkar.

íþróttadagur

íþróttahátíð Teigasels var haldinn hátíðlega í dag 20. júní. Við nýttun tækifærið þar sem að rigningin ákvað að halda sig til hlés og héldum okkar árlegu íþróttahátíð. Við vorum með ýmsar stöðvar í garðinum og allir skemmtu sér konunglega. Börnin fengu svo viðurkenningu fyrir þátttöku sína á hátíðinni.

Bláfánanum flaggað við Langasand

Bláfánanum verður flaggað í 12 skiptið við Langasand þann 29. maí sl. Við létum okkur ekki vanta þegar Bláfáninn var dreginn upp. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf í umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitun.

Útskrift

Föstudaginn 24. maí var árgangur 2018 formlega útskrifaður úr Teigaseli. Útskriftin var haldin í Tónbergi. Börnin sungu nokkur lög sem þau voru búin að æfa og enduðu svo á því að sýna dans. Íris og Heiða afhentu börnunum útkriftarskjöl og birkiplöntu.